-5 C
Selfoss

Gáfu tvær milljónir til björgunarsveitanna í Rangárþingi

Vinsælast

Í síðustu viku afhentu Friðrik Páls­son, eigandi Hótels Rang­ár, og Bragi Hansson, formaður starfs­mannafélagsins, Flug­björg­unarsveitinni á Hellu og Björgunarsveitinni Dag­­renn­ingu á Hvols­velli pen­ingagjafir, eina milljón króna hvorri sveit.

„Við ákváðum fyrir tveimur árum að þiggja ekki þjórfé á Hótel Rangá. Við bjóðum gest­un­­um, sem mörgum þykir ánægju­­legt að leggja fram ein­hverja fjár­muni sem virðingar­vott fyrir góða þjónustu, að láta peningana renna til björgunar­sveitanna á svæð­inu. Þetta hef­ur vakið afskap­lega jákvæð við­­­brögð með­al gesta okkar,“ segir Friðrik.

Samtals hefur starfsmanna­félagið og Hótel Rangá gefið pen­­inga­gjafir að upphæð 2,4 mill­j­ónir króna til sveit­­­anna.

Nýjar fréttir