Í síðustu viku afhentu Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, og Bragi Hansson, formaður starfsmannafélagsins, Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli peningagjafir, eina milljón króna hvorri sveit.
„Við ákváðum fyrir tveimur árum að þiggja ekki þjórfé á Hótel Rangá. Við bjóðum gestunum, sem mörgum þykir ánægjulegt að leggja fram einhverja fjármuni sem virðingarvott fyrir góða þjónustu, að láta peningana renna til björgunarsveitanna á svæðinu. Þetta hefur vakið afskaplega jákvæð viðbrögð meðal gesta okkar,“ segir Friðrik.
Samtals hefur starfsmannafélagið og Hótel Rangá gefið peningagjafir að upphæð 2,4 milljónir króna til sveitanna.