-4.3 C
Selfoss

Fjölmargar bifreiðar sitja fastar

Vinsælast

Svæðisstjórn hefur verið virkjuð í Árnessýslu vegna fjölda ökutækja sem sitja fastir á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði.

Þriggja bifreiða árekstur varð á Hellisheiði en meiðsli ekki alvaraleg. Stutt er í að Hellisheiði verði hreinsuð af bifreiðum sem hafa setið þar fastar.

Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Vegna veðurs eru þessir vegir lokaðir:
Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.
Biskupstungnabraut.
Holtavörðuheiði.
Vegurinn á milli Markarfljóts og Jökulsárlóns.

Vegna lokunar á fjallvegunum milli Faxaflóa og Suðurlands bendir Vegagerðin á að Suðurstrandarvegur er opinn. Aka þarf um Grindavík þar sem Krýsuvíkurvegur er ófær.

Mjög slæmt veður er í uppsveitum Árnessýslu og skiptir fjöldi bifreiða, sem sitja fastar, tugum. Fjölmargar bifreiðar sitja fastar á Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og við Þingvelli. Þá hafa einnig borist tilkynningar um fastar bifreiðar á Laugarvatnsvegi og Biskupstungnabraut.

Stefnt er að opnun fjöldahjálpastöðvar á Borg í Grímsnesi.

Lögregla biður ökumenn og íbúa uppsveita Árnessýslu að halda kyrru fyrir og virða lokanir Lögreglu og Vegagerðarinnar.

Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem aðgerðum vindur fram.

Lokanir hafa verið settar á Biskupstungnabraut, Lyngdalsheiði, Þingvallaveg og Mosfellsheiði.

Nýjar fréttir