-5 C
Selfoss
Home Fréttir Meira um hátterni veira

Meira um hátterni veira

0
Meira um hátterni veira
Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarstóri heilsugæslustöðvarinnar í Vík.

Orðið vírus er komið úr latínu og merkir þar eitur. Veirur eru hvorki frumur né sjálfstæðar lífverur, í raun eru þær erfðaefni innan í próteinhylki, ófærar um að fjölga sér sjálfar, en sýkja lifandi hýsilfrumur og taka yfir starfsemi þeirra. Fruman sinnir þá ekki sínu hlutverki heldur fer kraftur hennar í að fjölga veirunum. Til eru milljónir mismunandi gerða veira og geta þær sýkt allar gerðir lífvera. Hver veirutegund er sérhæfð með tilliti til hýsilfrumu. Ef þær komast ekki inn í rétta frumu geta þær ekki aðhafst.

Veirur valda fjölmörgum sjúkdómum í mönnum, smitleiðir eru t.d. úðasmit, bein snerting, með vessum og blóði, úr menguðu vatni eða matvælum og frá dýrum. Ónæmiskerfi líkamans vinnur eftir bestu getu að því að losa okkur við veirusýkingar en hefur ekki alltaf erindi sem erfiði. Sýkingar sem alla jafna ganga fljótt yfir í hraustu fólki geta valdið alvarlegum einkennum í mjög ungu fólki sem og öldnu og þeim sem hafa skert ónæmiskerfi. Bólusetningar eru mikilvægar í því að halda þeim veirusjúkdómum í skefjum, sem bóluefni er til gegn,. Bóluefnin vinna þannig að þau efla varnir líkamans gegn innrás tiltekinna veira. Sýklalyf virka ekki á veirur en til eru veirudrepandi lyf gegn nokkrum gerðum þeirra.

Margir barnasjúkdómar, inflúensa, lifrarbólga A og B, og leghálskrabbamein af tiltekinni gerð eru dæmi um sjúkdóma sem hægt er að bólusetja gegn. Lyf er t.d. hægt að gefa við lifrarbólgu C, frunsu- og ,,húðsjúkdómnum“ ristli. Til er lyf sem gagnast gegn inflúensu og mikill árangur hefur á náðst í þróun lyfja sem halda HIV veirunni niðri.

Veirur fá talsverða athygli og koma sér reglulega í fréttir í tengslum við faraldra sem þær valda. Muna má uppákomu á skátamóti s.l. sumar og þátt nóróveiru þar.

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarstóri heilsugæslustöðvarinnar í Vík.