Sveitarfélagið Árborg og Kvenfélag Selfoss skrifuðu í vikunni undir þjónustusamning sem kveður á um aðkomu Kvenfélags Selfoss að 17. júní hátíðarhöldunum á Selfossi. Kvenfélag Selfoss hefur í fjöldamörg ár séð um skipulag og framkvæmd fjallkonunnar á 17. júní og með samningnum er sú þjónusta fest formlega milli félagsins og sveitarfélagsins. Ásta Stefánsdóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.