Á Þorláksmessukvöld verður sannkölluð jólastemmning í LAVAcentre á Hvolsvelli kl. 20:00 en heimildir herma að jólasveinar láti sjá sig og gefi börnunum glaðning svona rétt fyrir jólin. Ekki er ólíklegt að þeir sýni allskonar kúnstir eins og þeim einum er lagið en allt er þetta gert með tryggri aðstoð Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og Landsbankans. Karlakór Rangæinga mun einnig mæta á svæðið og syngja nokkur lög til að koma okkur öllum í rétta jólaskapið. Ýmis tilboð verða í gangi hjá Rammagerðinni, Kötlu mathúsi og á LAVA sýningunni. Miðaverð á sýninguna verður aðeins 2000 kr á mann þetta kvöld, fjölskyldupakki á 2500 kr og frítt fyrir 18 ára og yngri. Tilboðin gilda frá 18:00-21:00 þetta kvöld.
Hvetjum íbúa og nærsveitunga til að koma og eiga góða stund saman, klára jólagjafirnar eða fá sér góða hressingu á Kötlu mathúsi. Við færum ykkur hinn sanna jólaanda í nálægð við náttúruöflin.
Starfsfólk LAVAcentre