-7 C
Selfoss

Sunnlendingar unnu yfirburðasigur á MÍ 11-14 ára

Vinsælast

HSK Selfoss vann um helgina yfirburðasigur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í flokkum 11-14 ára. Mótið tókst sérlega vel en það fór fram í glæsilegri aðstöðu í íþróttahúsinu í Kaplakrika og var í umsjá FH-inga.

Í heildarstigakeppni félaga fékk HSK Selfoss fékk 1039 stig. Næsta félag var FH með tæplega 481,5 stig og síðan ÍR með 275 stig. Auk þess að vinna heildarstigakeppnina þá vann HSK Selfoss hvern flokk fyrir sig nema stúlknaflokk 13 ára, alls 7 flokka. Alls var 321 þátttakandi skráður til leiks frá 14 félögum.

Tvö mótsmet voru sett á mótinu. Fyrra metið setti Kristján Viggó Sigfinnsson þegar hann stökk 1,82m í hástökki 14 ára pilta. Seinna metið setti Sindri Seim Sigurðsson HSK/Selfoss þegar hann hljóp 60 m á 7,71 sek.

Nýjar fréttir