Heimili og skóli og Rannsóknir og greining, í samstarfi við Samborg, FSu og grunnskóla í Árborg, bjóða upp á fræðslu í FSu fyrir foreldra barna í 8.–10. bekk og fyrstu bekkjum framhaldsskóla á morgun miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18–20. Lýðheilsusjóður og Velferðarsjóður styrkja verkefnið og gera samtökunum kleift að bjóða upp á fræðsluna endurgjaldslaust í nokkrum sveitarfélögum.
Hvernig líður börnunum okkar? Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík, fjallar um niðurstöður rannsókna meðal barna og unglinga í Árborg.
Foreldrar skipta máli. Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla fjallar um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.
Á fundinum verður boðið upp á gómsæta súpu og vonast samstarfsaðilar til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn.