-8.3 C
Selfoss
Home Fréttir Þrjár skipulagsáætlanir samþykktar í Hveragerði

Þrjár skipulagsáætlanir samþykktar í Hveragerði

0
Þrjár skipulagsáætlanir samþykktar í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. þrjár skipulagsáætlanir sem jafnframt höfðu verið auglýstar í samræmi við skipulagslög. Skipulagsáætlanir eru:

Aðalskipulag Hveragerðis 2017–2029. Níu athugasemdir og umsagnir um tillöguna bárust og kölluðu þær á minniháttar breytingar á aðalskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Nýtt deiliskipulag á Edenreit. Tvær athugasemdir við tillöguna bárust og kölluðu þær á minniháttar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Breyting á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Allar tillögurnar hefur nú verið sendar Skipulagsstofnun til athugunar. Skipulagsáætlanir með samþykktum breytingum, samantekt á innsendum athugasemdum og umsögnum og svör bæjarstjórnar við þeim eru aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar.