1.7 C
Selfoss

Nýr þjónustusamningur við Listasafn Árnesinga

Vinsælast

Nýlega samþykktu bæjar­stjórn Hveragerðisbæjar og stjórn Listasafns Árnesinga nýjan þjónustusamning til næstu þriggja ára. Safnið, sem rekið er af Héraðsnefnd Árnesinga, er staðsett í Hveragerði og er samn­ingnum ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Listasafns Árnesinga með það að markmiði að menningarstarf í Hveragerði aukist samkvæmt stefnu bæjaryfirvalda þar um.

Í samningnum er gert ráð fyrir námskeiðum um myndlist, söfn og safnastarf fyrir börn og ungl­inga en einnig mun verða um samstarf við grunnskólann að ræða. Styrkur bæjarins felst í niðurfellingu fasteignagjalda á húsnæði safnsins og umsjón með lóð, auk þess sem um fast framlag á ári er að ræða en á árinu 2018 er það 3,5 milljónir króna. Heildar­andvirði samningsins nemur 15,5 milljónum króna.

Nýjar fréttir