3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Lík af karlmanni fannst við Jökulsá á Sólheimasandi

Lík af karlmanni fannst við Jökulsá á Sólheimasandi

0
Lík af karlmanni fannst við Jökulsá á Sólheimasandi

Í morgun var leitað að erlendum ferðamanni á Suðurlandi eftir að aðstandendur mannsins hófu að grenslast fyrir um afdrif hans seint í gærkvöldi. Maðurinn átti bókað flug frá Íslandi þann 13. október en skilaði sér ekki á áfangastað. Bifreið mannsins fannst í morgun á bílastæði þar sem gengið er að flugvélaflaki á Sólheimasandi og voru björgunarsveitir þá þegar kallaðar til leitar ásamt þyrlusveit LHG.

Nú eftir hádegið fundu björgunarsveitarmenn lík af karlmanni við Jökulsá á Sólheimasandi og er það talið vera af manninum. Líkið verður flutt til Reykjavíkur þar sem Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra ásamt réttarmeinafræðingi og tæknideild lögreglu Höfuðborgarsvæðisins munu sjá um að bera kennsl á hinn látna ásamt því að krufning mun leiða í ljós dánarorsök mannsins. Ummerki á vettvangi benda ekki til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.