Laust fyrir klukkan tíu í kvöld fannst snarpur jarðskjálfti á Suðurlandi. Stærð skjálftans samkvæmt mælum Veðurstofunnar var 3,4. Annar svipaður skjálfti kom rétt eftir klukkan tíu. Upptök skjálftans eru um 7 km austnorðaustur af Selfossi. Skjálftarnrir fundust víða á Suðurlandi en þó aðallega á Selfossi. Nokkrir smætti skjálftar hafa verið á svæðinu í dag.
Á mbl.is kemur fram, að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, að skjálftahrinan sé ekki á gossvæði. Þetta sé á Suðurlandsskjálftabeltinu sem í raun sé sama belti og hrökk þegar stóru skjálftarnir 2008 komu. Þar segir einnig að spennulosun eigi sér stað á því svæði núna og að búast megi við því að hrinan haldi eitthvað áfram eins og staðan sé núna. Erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvað gerist. Hrinan gæti þess vegna dáið út eftir einhverja klukkutíma. Ekki sé hægt að segja til um hvort von er á stærri skjálftum á svæðinu á næstunni.