Að fá svona verkefni í hendurnar kennir manni margt og mikið, t.d. að þetta flotta kerfi okkar virkar bara eitt og sér, þá meina ég allt batteríið sem á að vinna saman gerir það bara alls ekki og TR er ekki hjálplegt ef þú veikist. Ætli það sé ekki þess vegna sem öll þessi félög hafa verið stofnuð fyrir sjúklinga, til þess að leiðbeina þeim í gegnum frumskóg fáránleikans.
Þetta er spurning um lýðheilsu að fólk sé ekki að veikjast meira en þörf er á. Hvað ætli fari mikill tími og vinnutap í svona lagað, óþarfa veikindi af því að kerfið er ekki að virka. Hugsið aðeins um það!
Flokkur Fólksins vill að stoðkerfi landsins verði endurreist og verði m.a. kostað af inngreiðslum í lífeyrissjóði, einnig með komugjöldum og afnámi undanþága af vsk. Fullt verð fáist fyrir aðgang að öllum auðlindum og sparnaður náist með hagræðingu.
Það er okkur mikið kappsmál að grunnheilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls fyrir alla, framlög til heilbrigðisþjónustu í hlutfalli við landsframleiðslu verði aukin og nýr Landspítali rísi á nýjum stað.
Öryrkjar(atvinnusjúklingar) og eldri borgarar fá bókstaflega að lepja dauðann úr skel, afsakið nei ekki rétt við höfum það fínt, það er bullandi góðæri á Íslandi og við höfum nú aldeilis ekki farið varhluta af því, eða svo er okkur sagt. Við eigum bara eftir að finna það en við erum bara svona soldið sein enda farið að slá aðeins í okkur.
Við förum fram á það í X-F að öryrkjum og eldri borgurum verði tryggð mannsæmandi afkoma svo að þeir geti lifað með reisn, að stjórnarskrárvarin réttindi þessara þjóðfélagshópa séu virt í hvívetna.
Flokkur Fólksins vill löggildingu á samningi SÞ. Um réttindi fatlaðs fólks og þar með á notendastýrðri persónulegri þjónustu,NPA.
Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða til einstaklinga og fella brott frítekjumarkið. Hafnað er fyrirliggjandi drögum að starfsgetumati. Fullt samráð verði haft við samtök öryrkja um nýtt starfsgetumat m.a með því að koma á fót miðstöð starfsgetu og endurhæfingar.
Ég kalla á Margréti Óskarsdóttur vinkonu mína á Selfossi sem gefur öllum í íþóttaakademíunni að borða. Hún skipar 4. sæti á lista flokks Fólksins að blása í lúðra svo heyrist um allt Suðurland X-F.
Nú er komið gott okkar mælir er fullur, við skundum á þing.
Ásdís Valdimarsdóttir, Reykjanesbæ, skipar 10. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.