-6.6 C
Selfoss
Home Fréttir Hjúkrunarrýmum á Selfossi fjölgað um 10

Hjúkrunarrýmum á Selfossi fjölgað um 10

0
Hjúkrunarrýmum á Selfossi fjölgað um 10
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi. Ljósmynd: ÖG.

Ákveðið hefur verið að fjölga hjúkrunarrýmum sem verða í nýrri byggingu á Selfossi um 10, þannig að þau verði 60 en ekki 50 eins og kveðið var á um í gildandi samningi milli Árborgar og heilbrigðisráðuneytisins sem gerður var fyrir rúmu ári síðan.

„Eins og kunnugt er fækkaði hjúkrunarrýmum á svæðinu þegar Kumbaravogi var lokað, auk þess sem rekstri Blesastaða var hætt. Það hefur því verið mjög brýn þörf fyrir fjölgun rýma,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar.

Hönnunarsamkeppni vegna nýs heimilis lauk í haust og verða niðurstöður hennar kynntar 24. október n.k. Í forsendum samkeppninnar var skýrt kveðið á um að mögulegt þyrfti að vera að stækka heimilið og því verður unnt að bæta 10 rýmum við í þeirri hönnunarvinnu sem nú tekur við.