4.5 C
Selfoss

Inga Sæland styrkir Sigurhæðir

Vinsælast

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur styrkt starfsemi Sigurhæða á Selfossi. Sigurhæðir er þjónusta fyrir konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Þangað geta konur búsettar á Suðurlandi og aðstandendur þeirra komið, hringt og pantað viðtöl til að fá stuðning, ráðgjöf og upplýsingar.

Soroptimistar á Suðurlandi reka Sigurhæðir. Konum 18 ára og eldri er þar boðin samhæfð ráðgjöf, stuðningur og meðferð á þeirra forsendum. Í boði eru einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og einnig lögfræðileg ráðgjöf. Þjónustan er öll gjaldfrjáls.

Nýjar fréttir

JÓLAHÚFA GUMMA LITLA

Jólahugleiðing

Ævintýri á Jólaey