Listasafn Árnesinga verður með lengri opnun en venjulega fimmtudaginn 3. apríl. Boðið verður upp á tvo ókeypis viðburði.
Klukkan 16:00 kemur listakonan Svandís Egilsdóttir og verður með vatnslitasmiðju.

Klukkan 19:30 verður boðið upp á fyrirlestur og fræðslu um AYURVEDA OG BREYTINGASKEIÐIÐ með Heiðu Björk
Ayurveda-fræðin líta á breytingaskeiðið sem eðlilegt ferli í æviskeiði konunnar. Þetta er æviskeið sem býður upp á nýja lífssýn og nýja nálgun á lífið.
Öll eru velkomin á viðburðina.