7.3 C
Selfoss

Héraðsskjalasafn Árnesinga stendur fyrir námskeiði í grúski

Vinsælast

Héraðsskjalasafn Árnesinga er að fara af stað með námskeið í grúski þar sem lögð verður áhersla á að kenna fólki að leita í gagnagrunnum og heimildum á netinu til þess að rannsaka héraðs- og fjölskyldusögu. Sífellt er verið að bæta framboð heimilda á netinu en oft getur reynst þrautin þyngri að vita hvar á að leita og hvernig á að fara að því. Þess vegna ákvað héraðsskjalasafnið að fara af stað með námskeiðið og fær til þess góðan stuðning frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Þátttakendur á námskeiðinu þurfa að mæta með fartölvu með sér og hafa þokkalega tölvufærni. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að skrá sig á heradsskjalasafn@heradsskjalasafn.is þar sem takmörkuð pláss eru í boði á námskeiðinu.

Um er að ræða tveggja kvölda námskeið á þremur stöðum í sýslunni og eru dagsetningarnar eftirfarandi:

Hveragerði 24.-25. mars

Reykholt 31. mars og 2. apríl

Eyrarbakki 7.–8. apríl

Námskeiðin standa yfir frá kl. 17:00-19:00 báða daga. Enn er nóg af lausum plássum í Hveragerði og á Eyrarbakka en örfá pláss eru laus í Reykholti.

Nýjar fréttir