5 C
Selfoss

Norskir læknar í Rangárvallasýslu

Vinsælast

Haldinn var sameiginlegur fundur sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um stöðu mála varðandi mönnun lækna á svæðinu 20. febrúar síðastliðinn.

Rangárþing ytra greinir frá því á heimasíðu sinni að ekki hafi enn tekist að ráða yfirlækni eða lækna í fastar stöður á starfssvæði HSU í Rangárvallasýslu en að stöðurnar verði auglýstar áfram.

Búið er að tryggja tvo til þrjá norska lækna út ágúst. Fyrirkomulagið verður þannig að tveir af læknunum skipta með sér einu stöðugildi og gert er ráð fyrir að sá þriðji bætist við í sumar. Einnig er gert ráð fyrir að áfram verði íslenskir læknar í verktöku.

Á fundinum kom fram að þjónustukönnnun HSU hafi komið vel út en að fólk í Rangárþingi hafi gefið vissum þáttum lægri einkunn en á öðrum stöðum. Mikið álag hefur verið á starfsfólki HSU en samkvæmt könnuninni er fólk almennt ánægt með starfsfólkið á svæðinu.

Nýjar fréttir