7.9 C
Selfoss

NOVO strengjakvartettinn í Skálholti

Vinsælast

NOVO strengjakvartettinn heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 1. mars kl. 16.00.

Kvaretinn, sem er danskur og pólskur, er margverðlaunaður og mjög eftirsóttur í Danmörku. Þau munu flytja verk eftir Beethoven og Bacewicz á tónleikunum í Skálholtsdómkirkju.

Það sem einkennir NOVO kvartettinn eru djúp vináttutengsl meðlima á milli. Gagnkvæm virðing og umhyggja fyrir samstarfsaðilum birtist skýrt í listrænni sýn kvartettsins og er greinanleg í flutningi og sviðsframkomu þeirra, sem og djúp virðing fyrir þeirri tónlist sem kvartettinn tekur að sér að flytja.

Um tónleikana í Skálholti segir NOVO kvartettinn:

“Í kvartettinum okkar fögnum við fjölbreyttum bakgrunni okkar frá Danmörku og Póllandi. Á tónleikum okkar vorið 2025 ætlum við að heiðra rætur pólska víóluleikarans okkar. Við höfum valið verk eftir Bacewicz, sem er magnað kventónskáld, en verk hennar eiga skilið meiri viðurkenningu. Samhliða verki hennar munum við gleðja áheyrendur með tímalausum kvartett eftir Beethoven sem tryggir blöndu af hefð og nýsköpun í efnisskránni. Okkur hefur lengi dreymt um að heimsækja Ísland, og við hlökkum mikið til að spila í Skálholti.”

Tónleikarnir eru ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í flygilsjóð Skálholtsdómkirkju.

Nýjar fréttir