-6.1 C
Selfoss

Hlöður opnaðar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri

Vinsælast

Orka náttúrunnar og N1 opnuðu í síðustu viku hlöður með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöðvar N1 í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. ON rekur nú alls 19 hlöður víðs vegar um landið og eru sex af þeim við þjónustustöðvar N1.

Fyrstu hraðhleðslurnar voru settar upp í Reykjavík árið 2014 og frá þeim tíma hefur ON stuðlað að aukinni rafbílavæðingu á Íslandi. Á þessum þremur árum hefur rafbílum, sem nýtt geta hraðhleðslurnar, fjölgað ört

„Það er afar ánægjulegt að opna þessar tvær nýju hlöður í Vík og á Kirkjubæjarklaustri í góðu samstarfi við N1. Við hjá ON kunnum samstarfsaðilum okkar miklar þakkir. Við erum á góðri leið með að opna hringinn kringum landið með hraðhleðslum og á næstunni munum við opna við Jökulsárlón og í Freysnesi. Við leggjum mikla áherslu á uppbyggingu innviða fyrir rafbíla sem býður upp á umhverfisvænni og hagkvæmari samgöngur,” segir Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá Orku náttúrunnar.

Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá ON, og Sindri Már Jónsson, vaktstjóri N1 í Skaftárskála opnuðu nýju hlöðuna við þjónustustöð N1 á Kirkjubæjarklaustri. Mynd: ON.

Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs N1, segir að rafmagn sé orðið hluti af vöruframboði þjónustustöðva. „Nú er unnið að því að koma upp hraðhleðslum fyrir rafbíla í samstarfi við Orku náttúrunnar hringinn í kringum landið. Framtíðarsýnin er sú að fólk á ferð geti náð sér í orku inni á þjónustustöðinni um leið og bíllinn er í hleðslu fyrir utan,“ segir Guðný Rósa.

 

Nýjar fréttir