Ungir Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að gefa kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Nú þegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði skorað á hana.
Kjör formanns flokksins fer fram á landsfundi um mánaðarmótin febrúar/mars. Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér eftir 16 ár sem formaður.
Félögin sem undirrita áskorunina eru Askur FUS í Hveragerði, Eyverjar FUS í Vestmannaeyjum, Fjölnir FUS í Rangárvallasýslu, Freyja FUS í Grindavík, Heimir FUS í Reykjanesbæ, Hersir FUS í Árnessýslu, Loki FUS í Suðurnesjabæ, Skaftfellingur FUS í Skaftafellssýslu og Kjördæmasamtök ungra Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.