Gul viðvörun vegna snjókomu á Suðurlandi tók gildi klukkan 14 í dag og mun standa til 02:00. Búist er við að talsverð eða mikil snjókoma falli í fremur hægum vindi. Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 sentimetrar á dýpt, mest úrkoma í uppsveitum og austantil á svæðinu. Líkur eru á að snjókoma valdi erfiðum akstursskilyrðum og færð gæti spillst.