Verslunin Þór HF á Selfossi fagnar eins árs afmæli í lok janúar. Hún sérhæfir sig í að veita fagfólki og heimilum gæðavörur á sviði verkfæra og vinnuvéla.
Þorgrímur Sveinsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir þau langa að nota tækifærið til að þakka samfélaginu fyrir frábærar viðtökur og hlýjan stuðning á þessu fyrsta ári. „Af því tilefni ætlum við að vera með sparikaffi frá 3. til 7. febrúar, þar sem boðið verður upp á veitingar, kaupauka fyrir viðskipti yfir 15.000 kr. og sérstaka afslætti á völdum vörum.“
„Við teljum að þessi áfangi sé ekki aðeins mikilvægur fyrir okkur sem fyrirtæki heldur einnig jákvætt dæmi um kraftinn og fjölbreytnina í samfélaginu á Selfossi,“ segir Þorgrímur í samtali við Dagskrána.