-6.7 C
Selfoss

Alexander framlengir við Selfoss

Vinsælast

Markmaðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.

Alexander er reynslumikill markmaður og hefur verið hluti af meistaraflokk karla síðan árið 2017. Hann á yfir 170 leiki og hefur skorað í þeim 25 mörk.

„Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Alexander haldi áfram með ungu og spennandi liði í Grill66 deild karla í vetur,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Nýjar fréttir