-4.3 C
Selfoss

Úrslitin réðust í síðustu skák á héraðsmóti HSK

Vinsælast

Héraðsmót HSK í skák 2024 fór fram í Selinu á Selfossi mánudaginn 13. janúar síðastliðinn. Mótið átti upphaflega að fara fram í desember, en var frestað vegna veðurs.

Til keppni mættu sex sveitir þar sem hver sveit var skipuð fjórum aðilum. Mótið var verulega jafnt og skemmtilegt í alla staði, þar sem úrslitin réðust í síðustu skák þar sem telft var fram á síðustu sekúndu.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Dímon A- 16 vinningar

Selfoss A- 15 vinningar

Þór Þorlákshöfn- 14 vinningar

Dímon B- 8 ½ vinningar

Selfoss B- 5 ½ vinningar

Umf. Gnúpverja- 1 vinningur

Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir