7.8 C
Selfoss

Atli Þór til liðs við Víking

Vinsælast

Hvergerðingurinn Atli Þór Jónasson hefur skrifað undir samning hjá Knattspyrnufélagi Víkings í Reykjavík. Hann fer þangað frá HK þar sem hann spilaði stórt hlutverk á síðasta tímabili í Bestu deildinni. Hann ólst upp hjá Hamri í Hveragerði og spilaði þar marga leiki með meistaraflokki sem lykilleikmaður.

Atli Þór Jónasson tekur í höndina á Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála Víkings.
Ljósmynd: Instagram/vikingurfc.

Víkingur hefur verið eitt af betri liðum efstu deildar síðustu ár. Þeir urðu Íslandsmeistarar árin 2021 og 2023 ásamt því að hafa nokkrum sinnum orðið bikarmeistarar. Þeir voru í öðru sæti í Bestu deild karla 2024 og komust í úrslit bikarkeppninnar. Þeir hafa einnig náð góðum árangri í Evrópu, þar sem þeir komust í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Nýjar fréttir