8.9 C
Selfoss

Iða Marsibil hættir sem sveitarstjóri

Vinsælast

Samkomulag hefur náðst á milli sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps og sveitarstjórnar um starfslok Iðu Marsibilar Jónsdóttur sveitarstjóra. Hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2022.

Kemur þetta fram á heimasíðu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Sveitarstjórn þakkar fráfarandi sveitarstjóra fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óska henni velfarnaðar í framtíðinni á heimasíðu sinni.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mun á næstu dögum taka ákvörðun um hvernig verður staðið að ráðningu nýs sveitarstjóra.

 

Nýjar fréttir