-4.5 C
Selfoss

Grunnlæknisþjónusta tryggð út febrúar 2025

Vinsælast

Fulltrúar Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps hafa fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsuhæslu HSU til að fara yfir læknamál sem mikil umræða hefur verið um undanfarið. Leitast var eftir skýringa og lausna á stöðunni.

Illa hefur gengið að ráða lækna til fastra starfa hjá heilsugæslunni og hefur sú staða reglulega komið upp síðustu misseri að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði.

Niðurstaða fundarins er sú að fyrir liggur að grunnlæknisþjónusta í sýslunni er tryggð í það minnsta næstu tvo mánuði. Sá tími verður nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Einnig kom fram að til skoðunar eru hjá heilbrigðisráðuneytinu einhvers konar ívilnanir til að laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og hvetur sveitarstjórn að því máli verði hraðað eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu lýstu sig að auki tilbúin til að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Samþykkt var að auka upplýsingaflæði um stöðu mála og að haldinn verði stöðufundur í næsta mánuði.

Nýjar fréttir