-12.2 C
Selfoss

Tíu vinsælustu uppskriftir ársins 2024

Vinsælast

Sunnlenski matgæðingurinn hefur verið fastur liður hjá DFS.is og Dagskránni í mörg ár. Mikill fjöldi fólks hefur deilt fjölbreyttum uppskriftum með Sunnlendingum. Sumar hafa verið vinsælli en aðrar og er við hæfi að líta yfir tíu vinsælustu uppskriftir ársins 2024.

  1. Einfalt og fljótlegt skinku&beikon pasta

Margrét Helga Skúladóttir átti vinsælustu uppskrift ársins 2024.

Hún bauð upp á pastarétt sem er í miklu uppáhaldi á hennar heimili. Hann er einfaldur, fljótlegur, sjúklega góður og ennþá betri daginn eftir að hennar sögn.

  1. Ostabuffin hennar mömmu

Lilja Dögg Erlingsdóttir bauð lesendum upp á sinn uppáhaldsmat úr æsku.

Ostabuffin eru sá réttur sem hún biður mömmu sína oftast að elda þegar hún kemur í mat til mömmu sinnar og pabba. Einfaldur hversdagsréttur eins og þeir gerast bestir.

  1. Karrífiskur með hrísgrjónum og púðurssykursmaregnsskálar með fyllingu

Guðrún Margrét Jökulsdóttir kom með uppskrift að uppáhaldsfiskrétt fjölskyldunnar sinnar sem er jafnframt úr einni af hennar fyrstu uppskriftabókum Af bestu lyst gefin út 1994.

4. Grillaðar kjúklingalundir með mexíkósósu

Júlíana Kristbjörg Þórhallsdóttir sagði lesendum frá uppskrift af uppskriftarsíðu Berglindar – Gotterí og gersemar og deildi fljótlegri og sumarlegri uppskrift með lesendum.

5. Heimsins besta og einfaldasta pasta

Matráðurinn Guðbjög Rósa Björnsdóttir bauð lesendum upp á uppskrift að einföldu og góðu pasta.

6. Kjúklingaréttur í piparostasósu

Friðborg Hauksdóttir fékk áskorun frá syni sínum að koma með uppskrift og bauð hún upp á ofureinfaldan kjúklingarétt sem slær í gegn í hvert skipti að hennar sögn og hefur hann verið í kvöldmatinn á hennar heimili í mörg, mörg ár og klikkar ekki.

7. Ofnbakaður kjúlli með frískandi kóríanderjógúrtsósu og döðlusalati

Dagný Lóa Sighvatsdóttir segist elska allt ferskt og fljótlegt og fann uppskrift frá mágkonu sinni inni á jana.is, þar sem hægt er að finna endalaust af hollum og girnilegum uppskriftum.

8. Sumarleg og grilluð súrdeigsbrauð

Þorsteinn Már Ragnarsson hefur mikinn áhuga á eldamennsku og elskar að elda eitthvað gott og „djúsi“. Hann setti inn uppskriftir að tveimur grilluðum súrdeigsbrauðum sem eru að hans sögn afar sumarleg og skemmtileg.

9. Nautastroganoff

Berglind Rós Ragnarsdóttir deildi uppskrift að stroganoffi með lesendum sem hún eldar 2-3x í mánuði við mikinn fögnuð fjölskyldunnar hennar. Hún segir réttinn vera jafnvel enn betri daginn eftir og mælir með að gera ríflegt magn og borða dagana á eftir.

10. Hreindýrabollur í gráðostasósu

Elva Óskarsdóttir bauð upp á uppskrift að hreindýrabollum þegar haustið var að ganga í garð og tími hreindýraveiða í gangi.

Nýjar fréttir