-6 C
Selfoss

Búið er að draga úr jólamyndagátu Dagskrárinnar

Vinsælast

Jólamyndagátan er fastur liður í jólablaði Dagskrárinnar. Ár hvert eru tvær myndagátur, ein fyrir fullorðna og önnur fyrir börn. Það var Eygló Gränz sem gerði gáturnar eins og undanfarna þrjá áratugi. Í verðlaun voru vegleg ísveisla frá Kjörís fyrir fullorðinsmyndagátuna og frostpinnaveisla fyrir barnamyndagátuna.

Mikill fjöldi lausna bárust Dagskránni og voru tveir heppnir einstaklingar dregnir út.

Vinningshafar eru sem hér segir:

Myndagáta fyrir fullorðna:

Sveinn Ingvason,
Hveragerði

Barnamyndagátan:

Díana Rán Stefánsdóttir, 7 ára.

Fullorðinsgáta- lausn

Seint verður sagt um árið tuttugu og fjögur að það hafi verið tíðindalítið. Endalausar gosfréttir og Grindvíkingar ekki átt sjö dagana sæla. Síðan féll stjórn Íslands með látum og blásið var til kosninga í haust. Þrjár konur unnu sigur úr býtum í þetta sinn og mynda trúlega næstu ríkisstjórn ef þær ná saman.

Barnagáta- lausn

Fátæk börn um allan heim elska jólin eins og við öll en þau verða þó mörg að búa við stríð og ótta. Öll viljum við frið.

Nýjar fréttir