Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Frestur til tilnefninga er til miðnættis sunnudagsins 2. febrúar nk. og þær skal senda á netfangið menntaverdlaun@sudurland.is.
Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna.
Verðlaunin verða nú veitt í 17. sinn. Veitt verða peningarverðlaun sem nýtast til áframhaldandi menntunarstarfs, sem og formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tenglsum við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands 12. febrúar nk.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SASS: sass.is.