2.8 C
Selfoss

Sjö manna sýrlensk fjölskylda komin á Selfoss

Vinsælast

Sjö manna sýrlensk fjölskylda kom á Selfoss þann 26. september sl. Þetta er þriðja fjölskyldan sem svæðisskrifstofa Rauða krossins á Suðurlandi tekur á móti á þessu ári. Tvær fjölskyldur komu fyrr á árinu, önnur býr á Selfoss og hin í Hvergerði. Fjölskyldan sem kemur nú á Selfoss var búin að vera á flótta í rúm fjögur ár líkt og hinar tvær. Þau flúðu stríðið í Sýrlandi 2013 og hafa hafist við í Líbanon síðustu fjögur ár.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið í ströngu og eru búnir að standa sig eins og hetjur við að undirbúa komu þeirra, gera íbúð klára og ýmislegt fleira. Íbúar samfélagsins hafa einnig lagt mikið til og gefið bæði föt og húsbúnað. Byko gaf Rauða krossinum vörur fyrir tæpar 100 þúsund ásamt því að gera upp gömul hjól sem fjölskyldan fær afhent þegar þau eru tilbúin.

Að sögn Fjólu Einarsdóttur, verkefnisstjóra Rauða krossins á Suðurlandi er ómetanlegur stuðningur frá fjölskyldunum frá Sýrlandi sem komu í lok janúar. „Þau hafa aðstoðað okkur að tala við nýju fjölskylduna (túlka samskiptin) og munu hjálpa þeim við að aðlagast nýju samfélagi. Þau eru búin að leggja mikið á sig að læra íslenskuna og hefur það svo sannarlega skilað sér vel.“

Nýjar fréttir