-3.6 C
Selfoss

Fyllt kalkúnabringa að hætti Jóa Fel

Vinsælast

Matgæðinginn Jóa Fel ættu flestir að þekkja. Hann flutti nýlega í Hveragerði og býður hér Sunnlendingum upp á góða hugmynd að jólamat.

Hægt er að horfa á myndand inn á https://eldabaka.is til þess að sjá nánar hvernig uppskriftin er gerð. Þar er einnig hægt að finna fullt af öðrum flottum uppskriftum eftir Jóa Fel.

Ein stór kalkúnabringa, ca. 1,5 til 2 kg

Krydduð vel með kalkúnakryddi, salti og pipar. Elda við 180° í ca. 50 mín fyrir hvert kíló af bringu.

Fylling 

250 g sveppir

200 g kalkúnabeikon, ath tvö bréf eru 240 g sem er í lagi

1 stk. rauðlaukur

100 g smjör​

½ stk sellery

1 stk. brie ostur

100 g brauðteningar

1 stk. epli

50 g heslihnetur

2-3 msk. söxuð steinselja

Kalkúnakrydd

Salt og pipar

Athugið að sveppir, laukur og beikon eru steikt saman með 50 g af smjöri.

Restin af smjörinu sett saman við þegar búið er að slökkva á steikingunni.

Allt er skorið niður og blandað saman við það sem er búið að steikja. Sett í matarvinnsluvél og maukað í ca. 5 sekúndur.

Sett í sprautupoka og sett eins mikið inn í kalkúninn og hægt er. Bakið svo restina af fyllingunni í ca. 30 mín. með kalkún og berið fram með.

Sósa

1 box sveppir

½ dl port eða madeira-vín

2 dl vatn

1 bréf kalkúnakraftur

½ l rjómi

Salt og pipar

Kalkúnakrydd

Sósuþykkjari

Sveppir steiktir vel og vín sett saman við og soðið niður. Þá er vatn og kraftur sett saman við og soðið niður um rúmlega helming.

Rjómi og krydd sett saman við og svo þykkja með smá maisenamjöli

Sætkartöflumús

C.a. 1 kg af sætkartöflum

100 g smjör

1 dl rjómi

örlítið salt ef vill

Sjóðið kartöflurnar og takið vatnið frá. Setjið smjör og rjóma saman við og maukið vel með töfrasprota.

Eplasalat

1 dl rjómi

2 stk. epli

1 stylkur sellerí

1 msk. sykur

Vínber eftir smekk, c.a. 20 stk.

Léttþeytið rjóma og setjið sykur saman við. Saxið epli og sellerí smátt niður og blandið saman við rjómann.

Skerið vínber niður og blandið saman við.

Nýjar fréttir