-5 C
Selfoss
Home Fréttir Kynning á námskeiðum Heimilisiðnaðarfélagsins á Bókasafninu í Hveragerði

Kynning á námskeiðum Heimilisiðnaðarfélagsins á Bókasafninu í Hveragerði

0
Kynning á námskeiðum Heimilisiðnaðarfélagsins á Bókasafninu í Hveragerði
Frá bókamarkaði í bókasafninu í Hveragerði.

Í prjónakaffi, mánudagskvöldið 2. október nk., mun Anna Jórunn Stefánsdóttir heimsækja Bókasafnið í Hveragerði og kynna námskeið Heimilisiðnaðarfélagsins í vetur. Anna Jórunn er mikil handavinnukona og áhugamanneskja um að viðhalda gömlum aðferðum í handmenntum og hefur undanfarið kennt nokkur námskeið hjá félaginu í knipli og gimbi. Hún mun hafa með sér bæklinga um námskeiðin og um þjóðbúninga. Einnig sýnishorn af eigin handverki. Allir eru velkomnir til að kynna sér námskeiðin, hvort sem þeir eru með handavinnuna sína eða ekki.

Fyrsta mánudagskvöld í mánuði, kl. 20:00–22:00, er prjónakaffi á bókasafninu og hefur verið yfir vetrartímann í nokkur ár. Það er nokkuð fastur kjarni sem hittist, en nýtt fólk er alltaf velkomið.