Ungmennaráð Listasafns Árnesinga er hópur af ungu fólki sem þróa hugmyndir í samstarfi við safnið til að ná til fleiri hópa í samfélaginu. Ráðið hefur nú lokið störfum og er afraksturinn frábær. Meðal þess sem þau gerðu fyrir safnið var að halda grafíksmiðju, gera auglýsingamyndband fyrir safnið og ratleik fyrir yngstu gesti safnsins.
Hægt er að koma við og taka þátt á aðventunni og kannski kemur auka jólagjöf undir jólatréð. Í ungmennaráðinu í haust voru framhaldsskólanemar og grunnskólanemar í 10. bekk í Árnessýslu. Hefur verkefnið tekist það vel að haldið verður áfram með það á komandi ári og mun safnið óska eftir umsóknum frá ungmennum í sýslunni.