6.7 C
Selfoss

Besti vinur aðal og fleiri til á upplestrarkvöldi í Bókakaffinu

Vinsælast

Síðasta upplestrarkvöld þessarar aðventu verður í Bókakaffinu fimmtudagskvöldið 12. des. Meðal bóka sem þá verða kynntar er metsölubókin Besti vinur aðal eftir Björn Þorláksson en annars er listinn svohljóðandi:

Guðrún Jónína Magnúsdóttir, Rokið í stofunni sem fjallar um upptökuheimili ástandsstúlkna, Guðjón Baldursson, sakamálasagan Hefndir. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ljóðabókin Á meðan við deyjum ekki, Valur Gunnarsson, Berlínarbjarmar, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, sögulega skáldsagan Guðrún og fyrrnefnd spillingarsaga Björns Þorlákssonar, Besti vinur aðal.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Jólakakó, smákökur og sannkölluð jólastemning.

Nýjar fréttir