6.7 C
Selfoss

Tónlistargleði á aðventutónleikum í Víkurkirkju 

Vinsælast

Vel heppnaðir aðventujólatónleikar voru haldnir á öðrum í aðventu í Víkurkirkju. Voru þeir samstarfsverkefni Tónskóla Mýrdalshrepps og Víkurprestakalls. Jóhanna Magnúsdóttir, prestur í Víkurkirkju og Alexandra Chernyshova tónskólastjóri opnuðu hátíðlega jólastundina. Jóhanna kveikti á aðventukransinum í kirkjunni og Alexandra ásamt tónlistarkennurum Tónskólans leiddi sönginn í laginu Við kveikjum einu kerti á. Nemendur úr öllum tónlistargreinum komu fram á tónleikunum í hópatriðum: Syngjandi fjölskylda, píanó, trommur, gítar, kammerkór og söngur, klarínett og horn. Tónlistarkennarar Tónskólans Álvaro Sánchez, Orri Guðmundsson, Katrín Waagfjörð og tónskólastjórinn Alexandra Chernyshova spiluðu undirleik í nemendaatriðum. Alexandra var einnig kynnir á jólatónleikunum.

Þegar Kammerkór Tónskólans byrjaði að syngja Nóttin var sú ágæt ein eftir S. Kaldalóns, birtist jólasveinn með töfrastaf, mandarínur og nammi fyrir krakkana. Hann kunni meira að segja að syngja og söng Heims um ból með öllum. Það var fullt af áhugasömu tónlistaráhugafólki, foreldrum og tónlistarnemendum í kirkjunni. „Þetta var virkilega skemmtilegur jólaviðburður,“ segir Alexandra Chernyshova tónskólastjóri.

Nýjar fréttir