6.1 C
Selfoss

Drottning vetrarmótaraðanna í beinni hjá Eiðfaxa

Vinsælast

Eiðfaxi hefur undirritað samning til tveggja ára við forsvarsmenn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum um það að hún verði í beinni útsendingu á streymisveitum Eiðfaxa TV næstu tvö tímabil.

„Það er ekki á neinn hallað þegar sagt er að Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum sé drottning innanhúsmótaraðanna og flaggskip íslandshestamennskunnar yfir vetrarmánuðina. Meistaradeildin hefur allt frá stofnun hlotið mikla athygli allra unnenda íslenska hestsins, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Eiðfaxi TV mun sjá til þess að í vetur verði engin breyting þar á heldur frekar bætt í við það að koma efni sem viðkemur Meistaradeildinni á framfæri,“ segir á heimasíðu Eiðfaxa.

Eiðfaxi mun gera deildinni góð skil á vef sínum með alls kyns ítarefni.

Meistaradeildin hefur göngu sína í vetur á keppni í HorseDay höllinni að Ingólfshvoli þann 23. janúar þar sem keppt verður í fjórgangi.

Nýjar fréttir