2.8 C
Selfoss

Jólastund karlakórsins í Skálholti

Vinsælast

Karlakór Selfoss heldur sína árlegu jólatónleika í Skálholtsdómkirkju mánudaginn 9. desember.

Jólatónleikar Karlakórs Selfoss eru ómissandi viðburður í jólaundirbúningi margra Sunnlendinga. Efnisskráin er fjölbreytt og má þar finna ýmiskonar léttmeti ásamt hátíðlegum söng, eitthvað sem kemur öllum í jólaskapið.

Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Skarphéðinn Þór Hjartarson og hefur hann útsett mörg þeirra laga sem á efnisskránni eru. Píanóleikari kórsins er Jón Bjarnason.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum sem renna óskipt í Sjóðinn góða. Posi verður á staðnum.

Nýjar fréttir