1.7 C
Selfoss

Jólalegir stórtónleikar í Skálholti

Vinsælast

Miðvikudaginn 11. desember nk. kl. 20:00 bjóða fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu upp á jólalega stórtónleika í Skálholtsdómkirkju.

Kirkjukór Hrepphóla- og Hrunasókna, Kirkjukór Stóra-Núps og Ólafsvallasókna, Vörðukórinn og Skálholtskórinn flytja saman og í sitt hvoru lagi fjölda eldri og yngri söngperla sem tengjast aðventu og jólum. Gestir komast í reglulegt jólaskap.

Stjórnendur kóranna eru Jón Bjarnason, Eyrún Jónasdóttir og Þorbjörg Jóhannsdóttir.

Kórarnir njóta liðsinnis þeirra Jóhanns I. Stefánssonar og Matthíasar Birgis Nardeau sem spila á trompet og óbó.

Öll innkoma tónleikanna rennur til kaupa á nýjum flygli í Skálholtskirkju.

Miðaverð kr. 3.900. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Miðasala á Tix.is.

Jólalögin við orgelið

Mánudaginn 16. desember kl. 20.00 býður Jón Bjarnason organisti upp á „Jólalögin við orgelið“ í Skálholtsdómkirkju. Þá eru öll velkomin að koma og hlýða á uppáhalds jólalögin sín og syngja með. Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir óskalögunum við orgelið í Skálholtsdómkirkju en þetta er í fyrsta sinn sem Jón býður upp á Jólalögin við orgelið. Ókeypis er inn á tónleikana en tekið er á móti frjálsum framlögum í flygilsjóðinn.

Nýjar fréttir