-4.2 C
Selfoss

Yfir fannhvíta jörð -jólatónleikar Söngsveitar Hveragerðis

Vinsælast

„Yfir fannhvíta jörð leggur frið“.

Upphafslína þessa fallega jólalags er svo lýsandi fyrir þá jólamynd sem flest okkar bera í huga sér á þessum tíma árs. Þess vegna fannst okkur í Söngsveit Hveragerðis tilvalið að yfirskrift tónleikanna yrði: Yfir fannhvíta jörð. „Svo berst ómur, og samhljómur til eyrna af inndælum söng.“

Það er akkúrat það sem við lofum hverjum þeim sem kemur á tónleika Söngsveitar Hveragerðis sunnudagskvöldið 8. desember kl. 20 í Hveragerðiskirkju. Hefðin er að bjóða gestum upp á heitt súkkulaði og smákökur að loknum tónleikum og verður engin breyting þar á.

Miðaverð er 4.000.- og viljum við taka það fram að það er enginn posi en hægt er að leggja inn á reikning kórsins. Miðaverð í forsölu er 3.500.-

Forsala miða fer fram 7. desember á kökubasar kórsins í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði frá kl. 11 og fram eftir degi.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á tónleikunum okkar og eiga með okkur notalega stund í aðdraganda jóla. „Og frá afskekktum bæ út við sæ, ómar kveðjan um gleðileg jól.“

Söngsveit Hveragerðis

Nýjar fréttir