Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir með suðaustan hríðarveðri fyrir sunnan, suðvestan, vestan og suðaustanvert landið með versnandi akstursskilyrðum. Hellisheiði og Þrengsli hafa verið sett á óvissustig vegna veðurs frá kl. 15:00 til kl. 23:00 í dag og geta lokað með stuttum fyrirvara.
Mjög blint verður í snjókomu og með hvössum vindi sums staðar suðvestantil síðdegis og í kvöld. Einkum frá um kl. 16 og fram undir miðnætti. Hvað verst yfir Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði.