Úrvalslið rithöfunda mætir í Bókakaffið á Selfossi fimmtudagskvöldið 5. desember og les upp úr nýjum bókum. Þar má telja þau Þórunni Valdimarsdóttur sem segir frá rannsóknum á íslenskri fyndni og Óttar Guðmundsson sem segir frá þeim Sigurði Breiðfjörð og Jónasi Hallgrímssyni. Jóhanna Þórhallsdóttir kveður sýnishorn af rímum Sigurðar.
Aðrir sem lesa eru Geir Sigurðsson með skáldsöguna Óljós, Emil B. Karlsson með bókina Sjávarföll, Bjarki Bjarnason sem les úr bókinni Gröf minninganna og Gróa Finnsdóttir með sögu sína Eyjar.
Öll velkomin í kakó, kertaljós, jólaskap og notalegheit á meðan húsrúm leyfir.