-0.9 C
Selfoss

Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss á nýju ári

Vinsælast

Arekie Fusion er nafnið á indverskum veitingastað sem mun opna í miðbænum á Selfossi eftir áramót. Staðurinn verður í gamla Sigtúni, við hlið ráðhússins, þar sem Joe & the Juice var áður. Eigendur og stofnendur eru hjónin Sush og Monish Mansharamani, en þau reka matarvagna með sama nafni í Bandaríkjunum. Sush er frá Kanaríeyjum og Monish frá Indlandi og segja þau að Arekie-veitingastaðurinn muni sameina latínó- og indverska matargerð á skemmtilegan hátt.

„Markmið okkar er að skapa aðlaðandi rými þar sem fólk getur slegist í för með okkur á þessari matarupplifunarferð,“ segir Sush. „Selfoss býður upp á frábærar aðstæður fyrir næsta kafla okkar og við getum ekki beðið eftir að deila ástríðu okkar fyrir mat með samfélaginu hér.“

Matarvagnar Arekie hafa notið mikilla vinsælda þar sem þeir eru í Origon-fylki á vesturströnd Bandaríkjanna og fyrir nokkrum vikum var staðurinn valinn besti götubitinn í borginni Eugene. “Þegar ólíkum matarhefðum er slegið saman skiptir hugmyndaauðgi og nákvæmni miklu máli. Arieke er innblásin af sameiginlegri ástríðu okkar fyrir ferðalögum um heiminn og ást okkar á ljúffengum götumat,“ segir Sush.

Framkvæmdir á nýja staðnum eru hafnar og áætlað er að hann opni fljótlega eftir áramót.

Nýjar fréttir