Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, í Berserkjum BJJ á Selfossi, tryggði sér tvo Íslandsmeistaratitla í brasilísku Jiu Jitsu í galla á Íslandsmeistaramóti BJÍ sem haldið var í Mjölni laugardaginn 2. nóvember síðastliðinn.
Þetta var frábær endurkoma hjá Heiðrúnu Fjólu eftir barnsburð en hún tók Íslandsmeistaratitilinn bæði í +74 kg flokknum og í opnum flokki.
Hekla Dögg Ásmundsdóttir í Berserkjum BJJ var eina hvíta beltið í +74 kg flokknum og tók hún bronsið í erfiðum flokki.