-6.9 C
Selfoss

Þollóween hefst í dag

Vinsælast

Skammdegishátíðin Þollóween hefst í dag og verður flott dagskrá í boði alla vikuna. Að venju eru nokkrar duglegar nornir sem taka að sér utanumhald og skipulag hátíðarinnar í sjálfboðavinnu. Sveitarfélagið Ölfus styður við hátíðina ásamt fjölmörgum fyrirtækjum til að hátíðin verði sem flottust.

Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin, og hafa vinsældir hennar vaxið með hverju árinu. Dagskráin inniheldur viðburði sem margir ættu að þekkja, svo sem Draugagarðinn, Ónotalega sundstund, draugahús 10. bekkjar, vasaljósaleikinn Grafir og bein, búningadag í leik- og grunnskóla, hrollvekjusýningar í Félagsmiðstöðinni og Frístund, Grikk eða gott, Nornasýningu í galleríinu undir stiganum, Draugahúsið og Nornaþing.

Þollóween-nornirnar eru spenntar að fá að hræða gesti og bjóða upp á hrollvekjandi viku í Þorlákshöfn. Þær hvetja íbúa til að skreyta heimili sín og taka virkan þátt í gleðinni.

Nýjar fréttir