5.6 C
Selfoss

Verkfall hefst á morgun náist ekki að semja

Vinsælast

Enn hefur ekki hefur verið samið við kennara og eru verkföll fyrirhuguð á morgun. Félagsmenn Kennarasambandsins í þrettán skólum hafa nú samþykkt að boða verkföll. Um er að ræða sex grunnskóla, fjóra leikskóla, tvo framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Á morgun munu verkföll hefjast í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla.

Fjölbrautarskóli Suðurlands er sá framhaldsskóli sem hefur verkfall á morgun. Mun það standa frá 29. október til 22. nóvember náist ekki að semja fyrir þann tíma. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands lýsir miklum áhyggjum af boðuðu verkfalli kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

„Ekki þarf að fjölyrða um þau alvarlegu áhrif sem verkfall getur haft á nám og stöðu nemenda og fjölskyldna þeirra. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands harmar að kennarar neyðist til að beita verkfallsvopni og hvetur samningsaðila til að ganga til samninga tafarlaust.“

Þetta kemur fram á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldinn var 11. október síðastliðinn.

Nýjar fréttir