-6.6 C
Selfoss

Hrekkjavökuorgeltónleikar í Skálholtsdómkirkju

Vinsælast

Hrekkjavökuorgeltónleikar verða í Skálholtsdómkirkju fimmtudaginn 31. október kl. 20:00. Jón Bjarnason spilar „hræðileg“ lög á orgelið. – Komdu ef þú þorir!

Októbermánuður, sem kallast í Skálholti orgóber, er tileinkaður orgelleik. Í tilefni orgóbers og hrekkjavöku ætlar Jón Bjarnason að halda orgeltónleika þar sem hann spilar óhugnanleg lög eða lög sem tengja má við hrekkjavöku.

Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Hægt er að leggja beint inn á Fylgisjóð Skálholtsdómkirkju með millifærslu: 0133-15-1647, kt. 610172-0169. Verið velkomin.

Nýjar fréttir