Erla Maggý Guðmundsdóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, hefur gengið til liðs við þær Maríu og Guðnýju hjá snyrtistofunni Mettu við Larsenstræti 3. Þar ætlar hún að bjóða upp á almennar fótaaðgerðir. Erla og maðurinn hennar, Arnar Steinn Karlsson, fluttu á Selfoss fyrir tveimur árum eftir að hafa búið í Reykjavík. Arnar er þó uppalinn Selfyssingur.
Erla var áður með sína þjónustu í Snyrtimiðstöðinni í Reykjavík en hefur flutt sig alfarið á Selfoss eftir að margir höfðu komið að máli við hana og hvatt hana til að opna stofu á Selfossi.
„Þetta er svona að fara af stað og viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum en þetta hefur spurst út manna á milli,“ segir Arnar Steinn í samtali við Dagskrána.