Hið árlega hraðmót HSK í blaki karla fór fram í íþróttahúsinu í Hveragerði 7. október sl. Þar mættu kappar frá Hamri, Hrunamönnum og Laugdælum og léku sín á milli. Mótið í ár var nú haldið í 29. sinn, en það var fyrst haldið árið 1995.
Hamar vann fjórar hrinur á mótinu og varð hraðmótsmeistari fjórða árið í röð og hefur félagið nú unnið mótið samtals 13 sinnum. Laugdælir, sem hafa hrósað sigri einu sinni á mótinu árið 2019, urðu í öðru sæti með tvær unnar hrinur. Hrunamenn unnu eina hrinu og urðu í þriðja sæti að þessu sinni. Hrunamenn hafa oftast unnið eða alls 14 sinnum, síðast árið 2017