-10.3 C
Selfoss

Margt framundan í menningarmánuði

Vinsælast

Viðburðir menningarmánaðar hafa mælst vel fyrir og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga.

Myrkradagarnir hjá Bókasafninu hefjast fimmtudaginn 17. október þegar hin árlega myrkrasýning á Bókasafni Árborgar verður opnuð. Sýningin byggir á sögum um drauga og kirkjugarða og yfirgefna kastala vafða í köngulóavefi, grafreiti og allskyns óhugnað, eins og gera má ráð fyrir þegar Hrekkjavakan nálgast og framliðnir fara á kreik. En sjón er sögu ríkari og velkomin þið sem þorið.

Myrkradagasýning | Listagjáin

Myrkradagabíó er ómissandi þáttur á Myrkradögum og að þessu sinni verður kvikmyndin Coraline sýnd á Bókasafninu á Selfossi. Það er rétt að vekja athygli á því að myndin er bönnuð yngri en 7 ára.

Hrekkjavökubíó á Bókasafninu

Þennan sama fimmtudag verður líka opið hús hjá Félagi eldri borgara í Grænumörk. Þar mun Margrét Blöndal lesa úr bókinni Þá breyttist allt sem hún skrifaði ásamt Guðríði Haraldsdóttur.

Þá breyttist allt | Opið hús í Grænumörk

Þann 17. október stendur Ungmennaráð Árborgar fyrir miðnæturopnun í Sundhöll Selfoss í tilefni menningarmánaðar.

Miðnæturopnun 2024 | Sundhöll Selfoss

Laugardaginn 19. október verður Ófreskjusmiðja á Bókasafninu á Selfossi þar sem áhersla verður lögð á að teikna skrímsli, nornir, drauga, geimverur og allt sem er óhugnanlegt. Sigurjón Guðbjartur bókavörður hefur umsjón með teiknismiðjunni.

Ófreskjusmiðja | Komdu að teikna skrímsli

Myndlistarfélag Árnesinga og Ljósmyndaklúbburinn Blik opna sýningar laugardaginn 19. október og bæði félög verða með opið hús á laugardaginn.

Myndlistarfélagi Árnessýslu | Opið hús & sýning í Sandvíkursetri

Blik ljósmyndaklúbbur | Opið hús og sýning í Setrinu

Aðgangur að Byggðasafni Árnesinga er frír alla sunnudaga í október í tilefni menningarmánaðar. Þar standa nú yfir sýningarnar Konurnar á Eyrarbakka og Gullspor og sunnudaginn 20. október flytur Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, fyrirlesturinn „Um nýsköpun búhátta í sunnlenskum sveitum á fyrri hluta 20. aldar“.

Nýsköpun búhátta | Bjarni Guðmundsson

Í byrjun menningarmánaðar var opnuð sýning Minjaverndar Ums. Selfoss um ólympíufarann Sigfús Sigurðsson. Sýningin er á Bókasafni Árborgar á Selfossi og í tilefni hennar mun Vésteinn Hafsteinsson koma á safnið þriðjudaginn 22. október og segja frá upplifun sinni af þeim 11 Ólympíuleikum sem hann hefur farið á.

Vésteinn Hafsteinsson | ÓL í 40 ár

Allar nánari upplýsingar má finna í viðburðadagatali Árborgar.

Nýjar fréttir