Viðburðir menningarmánaðar hafa mælst vel fyrir og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga.
Myrkradagarnir hjá Bókasafninu hefjast fimmtudaginn 17. október þegar hin árlega myrkrasýning á Bókasafni Árborgar verður opnuð. Sýningin byggir á sögum um drauga og kirkjugarða og yfirgefna kastala vafða í köngulóavefi, grafreiti og allskyns óhugnað, eins og gera má ráð fyrir þegar Hrekkjavakan nálgast og framliðnir fara á kreik. En sjón er sögu ríkari og velkomin þið sem þorið.
Myrkradagabíó er ómissandi þáttur á Myrkradögum og að þessu sinni verður kvikmyndin Coraline sýnd á Bókasafninu á Selfossi. Það er rétt að vekja athygli á því að myndin er bönnuð yngri en 7 ára.
Þennan sama fimmtudag verður líka opið hús hjá Félagi eldri borgara í Grænumörk. Þar mun Margrét Blöndal lesa úr bókinni Þá breyttist allt sem hún skrifaði ásamt Guðríði Haraldsdóttur.
Þá breyttist allt | Opið hús í Grænumörk
Þann 17. október stendur Ungmennaráð Árborgar fyrir miðnæturopnun í Sundhöll Selfoss í tilefni menningarmánaðar.
Miðnæturopnun 2024 | Sundhöll Selfoss
Laugardaginn 19. október verður Ófreskjusmiðja á Bókasafninu á Selfossi þar sem áhersla verður lögð á að teikna skrímsli, nornir, drauga, geimverur og allt sem er óhugnanlegt. Sigurjón Guðbjartur bókavörður hefur umsjón með teiknismiðjunni.
Ófreskjusmiðja | Komdu að teikna skrímsli
Myndlistarfélag Árnesinga og Ljósmyndaklúbburinn Blik opna sýningar laugardaginn 19. október og bæði félög verða með opið hús á laugardaginn.
Myndlistarfélagi Árnessýslu | Opið hús & sýning í Sandvíkursetri
Blik ljósmyndaklúbbur | Opið hús og sýning í Setrinu
Aðgangur að Byggðasafni Árnesinga er frír alla sunnudaga í október í tilefni menningarmánaðar. Þar standa nú yfir sýningarnar Konurnar á Eyrarbakka og Gullspor og sunnudaginn 20. október flytur Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, fyrirlesturinn „Um nýsköpun búhátta í sunnlenskum sveitum á fyrri hluta 20. aldar“.
Nýsköpun búhátta | Bjarni Guðmundsson
Í byrjun menningarmánaðar var opnuð sýning Minjaverndar Ums. Selfoss um ólympíufarann Sigfús Sigurðsson. Sýningin er á Bókasafni Árborgar á Selfossi og í tilefni hennar mun Vésteinn Hafsteinsson koma á safnið þriðjudaginn 22. október og segja frá upplifun sinni af þeim 11 Ólympíuleikum sem hann hefur farið á.
Vésteinn Hafsteinsson | ÓL í 40 ár
Allar nánari upplýsingar má finna í viðburðadagatali Árborgar.